![]() |
Whole Orange
![]() ![]() Um bandið
Hljómsveitin Whole Orange var stofnuð um sumarið árið 2000 en fór ekki að hittast á æfingum fyrr en ári seinna í lok júní mánaðar. Þrír félagar voru að vinna saman og langaði öllum að hittast yfir bjór og spila smá tónlist saman. Þetta voru þeir Haffi, Addi B og Jón Stefán stofnendur bandsins. Ætlunin á bakvið þessar æfingar var sú að spila fyrir ákveðinn hóp fólks á svokölluðu Eldshöfðarrokki og höfðu þeir félagar rúmlega mánuð til að koma saman 3 til 4 lögum fyrir þá uppákomu. Þeir kölluðu til sín söngvara sem átti að syngja einhver lög með þeim en ekki leist þeim neitt á hann. Á þessa æfingu hafði Haffi tekið unnustu sína með og byrjaði hún að raula með og fyrr en var, hafði hún tekið við míkrafóninum og var staðráðin í því að hún skyldi bara syngja með þeim því það væri hörmung að hlusta á strákinn syngja þessi lög. Þá vantaði bassaleikara. Hann var fundinn með einu símtali. Addi þekkti bassaleikara að nafni Ástþór sem hafði á sínum tíma spilað með D7 úr Eyjum. Hann var til í tuskið. Síðan var æft og útkoman varð 11 lög og spilað varð fyrir fólkið og allir urðu hrifnir, bandið líka. Síðan eftir það voru allir sammála um að þetta væri svo gaman að það væri ekki spurning að þau skildu ekki halda áfram. Reyndar þurfti Ástþór að hverfa frá sökum anna annarstaðar en hann átti þó eftir að koma við sögu seinna. Þá var kallað í annan bassaleikara og viti menn, Addi kannaðist einnig við hann. Hann hafði verið í harðkjarna sveitinni Vígspá en var hættur þar og var alveg til í að spila með okkur. Bætt var við lögum og við fórum að semja líka okkar eigið efni. Spiluðum við síðan seint í desember og einnig í febrúar og mars næsta árs í félagsmiðstöðvum og þess háttar. Bókuðum við okkur síðan í studio í lok febrúar mánaðar og tókum þar upp lagið Jaqueline, sem fékk heldur betur litla spilun hjá Óla Palla á Rás 2. Enn var æft og æft og vorum við ekkert á ferðinni í spilamennsku aftur fyrr en í maí þegar við spiluðum á Grandrokk með vinahljómsveitinni Whool ofan af Skipaskaga. Eftir það fór bassaleikarinn Árni í barneignarfrí þegar við þurftum mest á honum að halda enda búið að bóka okkur á þrjú böll á næstu dögum og vikum. Þá var hringt í Ástþór aftur og kom hann og reddaði málunum enn og aftur enda góður strákur þar á ferðinni. Eftir smá reisu hér og þar á landinu var Árni kominn aftur og var æft stíft því við áttum að spila á Þjóðhátíð í Eyjum en það varð ekkert úr því þegar til Eyja var komið því ekki var spilahæft vegna veðurs og munum við því koma þar fram að ári liðnu í staðinn. Farið var aftur í studio og lagið Gyðja var tekið upp og fékk það nú skömminni skárri viðtökur en Jaqueline því við fengum smá spilun hér og þar á Sterio og Rás 2 og fullt á Útvarpi Suðurlandi en það þótti ekki nóg og var þá farið og tekið upp myndband, klippt og sett í spilun á Skjá 1 og Popptíví og ætlar það bara ekki að hætta að spila. Takið vel eftir furðuverunni í myndbandinu. Eftir Eyjar var svo karlrödd bætt í bandið en það var frændi hans Jóns Stefáns, Óli frá Verahvergi. Hann virðist ætla að koma með nýtt blóð inn í bandið. Framundan eru spennandi tímar því það virðist sem margt sé gangi í herbúðum Heillrar appelsínu.
|
![]() |